top of page
  • Facebook Basic Square

Akhand Padh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

NÆSTI LESTUR VERÐUR 5.-8. FEBRÚAR!  Vinsamlega lesið ykkur til hér að neðan og hafið samband á ljosheimar@ljosheimar.is ef þið viljið taka þátt.

 

LESTUR Á SIRI GURU GRANTH SAHIB

 

Siri Guru Granth Sahib er 11. Guru síkanna en það er bók eða rit sem er 1430 blaðsíður að lengd. Það var 10. Guruinn, Guru Gobind Singh sem ákvað að á eftir honum væri það ekki manneskja sem væri Guru heldur orðið sem leiðir þig að þínu eigin innra og æðra og vísar þér veginn þangað.

 

Siri Guru Granth Sahib samanstendur af helgiljóðum og orðum fyrri gúrúanna 10 og 36 annarra fræðimanna, kennara og spekinga hinna ýmsu trúarbragða. Upphafsorð hans eru Japji (helgiljóðið sem við lesum í Sadhana). Eins og við vitum þá eru síkismi og kundalini jóga að töluverðu leyti samtvinnuð, t.d. tökum við all flestar möntrurnar sem við notum í hugleiðslum og jógatímum úr Gurunum.

 

Víða um heim í kundalini jóga miðstöðvum, í Gurdwaras (helgar bygginar síka) og á heimilium þar sem Siri Guru Granth Sahib er til, er til siðs að lesa hann allan í einni lotu frá upphafi til enda. Það kallast Akhand Path. Athöfnin færir vernd og ljós til samfélagsins (kundalini jóga samfélagsins okkar) og persónulega til þeirra sem taka þátt í henni. Þetta telst vera mikil blessun fyrir alla og leiðir fólk á dýpri hátt að sínu innra og æðra.

 

Fyrsti, annar og þriðji lestur tókust einstaklega vel og voru margir sem hefðu viljað lesa meira og vera meira. Nú er tækifærið, við leggjum í fjórða lestur á Gurunum. Allir velkomnir að vera með. Við munum lesa á ensku, hver les eina eða fleiri klukkustundir í senn en við munum líka bjóða upp á 10 mínútna bil fyrir þá sem ekki geta lesið lengi á ensku eða eru lesblindir. Lesturinn mun þrjá sólarhringa og þurfa margir að koma að athöfninni svo hægt sé að framkvæma hana.

 

Við leitum eftir:

 

• Fólki til að lesa

 

• Sevadars (þeir sem veita óeigingjarna þjónustu) sem halda utan um það sem þarf að gera hverju sinni. Sevadar er með á hreinu hver les næst og er tilbúinn að hlaupa í skarðið ef eitthvað fer útskeiðis og að leiðbeina fólki hvað það á að gera þegar það kemur.

 

• Fólki sem kemur með mat/hressingu fyrir þá sem eru að lesa eða halda utan um athöfnina. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega skráið ykkur hér sem fyrst. Við munum senda út mjög gott leibeiningamyndaband til allra sem ætla að vera með auk nánari útlistunar.

 

Einnig biðjum við alla að láta orð út ganga svo sem flestir viti af athöfninni og hafi þannig tækifæri á að vera með. Við viljum árétta að það er líka hægt að koma til að hlusta á lesturinn og hægt að sofa í salnum :) Þeir sem það gerður síðast fannst það alveg frábært.

 

Lestur hefst ætíð á fimmtudegi kl 19:00 og klárum á sunnudegi stuttu eftir hádegið. Hlökkum til að sjá ykkur!

There are no items in this list

Please reload

There are no items in this list

Please reload

There are no items in this list

Please reload

There are no items in this list

Please reload

bottom of page