top of page
  • Facebook Basic Square
Bowentækni

Bowentækni býður líkamanum tækifæri til að endurheimta eðlislægt heilsteypt ástand.

 

Tæknin felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. Bowentæknimeðferð hefur þau áhrif á líkamann að hún kemur af stað heilunarferli, verkjalosun og endurnýjun á orku. Áhrifin af meðferðinni eru mjúk, djúp og afslappandi. Bowentæknimeðferð tekur um það bil 35-45 mínútur.

 

Hægt er að vinna að mestu í gegnum þunn föt. Tvær til þrjár meðferðir með viku millibili, eru oft nóg til að ná fram varanlegum bata við langvarandi verkjum, þó eru stundum fleiri meðferðir nauðsynlegar. Meðferðaraðili notar þumla og fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir rúllandi hreyfingar með það að markmiði að trufla boðskipti til vöðva, bandvefs og orku innan líkamans.

 

Á meðan á meðferð stendur er tími sem skjólstæðingur er skilinn eftir einn til að leyfa líkamanum að melta þessar mjúku hreyfingar sem hafa verðið gerðar. Þetta gefur líkamanum tækifæri til að losa um spennu, draga úr verkjum og hefja heilunarferlið. Bowen tæknin hvetur líkamann til að laga sig sjálfan; þ.e. engri þvingun eða lagfæringu á vöðvum né afli er beitt við meðferð. Bowentækni er ekki nuddaðferð.

 

Hvað er hægt að meðhöndla af öryggi? Flest þekkt vandamál s.s. bak- og hálsverki, hnévanda, íþróttameiðsl, axlarmein, tennisolnboga og öndunarvandamál. Einkenni eins og síþreyta, heymæði, höfuðverkur, nýrnavandamál og vandamál tengd sogæðakerfinu hafa öll brugðist vel við Bowen tækni meðferð. Sumt fólk notar Bowen tækni til að losa sig við streitu og viðhalda heilsu, með því að fara í 2-4 meðferðir á ári.

 

Bowentækni tekur einnig á öðrum einkennum. Meðferðin er örugg og áhrifarík fyrir alla aldurshópa. Kannski lýsir það Bowen meðferð best að líkja henni við endurforritun tölvu, öll kerfin eru forrituð upp á nýtt.

 

 

 

 

bottom of page