top of page

Damanhur Ísland

Ljósheimar eru tenging Íslands við Damanhur. Hér er boðið upp á námskeið reglulega og í undirbúningi er að setja á stofn lengri skóla hér. Í Ljósheimum er boðið upp á prana heilun sem kemur frá Damanhur.

 

Damanhur er 50 ára samfélag á Norður Ítalíu. Þar er lögð rík áhersla á að beisla anda í efni. Í Damanhur eru þrjú hof; hof mannsins sem er byggt inni í fjalli, opna hofið og skógarhofið. Allt stórkostlegir staðir sem hundruð heimsækja ár hverr. Í Damanhur er boðið upp á allt að þriggja ára skóla en einnig fjölda námskeiða, öll sem tengjast uppbyggingu andans. Það eru yfir 20 ár síðan voru fyrst kennd námskeið frá Damanhu í Ljósheimum og eru þau alltaf reglulega í boði yfir árið. Damanhur er heill undraheimur og er mikið hægt að fræðast á heimasíðu þeirra en einnig vitum við ýmislegt í Ljósheimum og erum fúsar að veita upplýsingar. Heimasíða Damanhur: www.damanhur.org

bottom of page