top of page

 

Jóganámskeið fyrir golfara 

 

 

Frábær leið til að undirbúa líkamann fyrir golfsumarið og öðlast um leið þekkingu á undirstöðuatriðum jógaiðkunar.

 

  • Klassískar jógaæfingar í bland við séræfingar fyrir golf til að styrkja og liðka.  

  • Hressandi tímar sem henta bæði byrjendum sem og vönum iðkendum.

  • Líkamsvitund, núvitund og einbeiting – og útskýringar á mikilvægi þessara þátta fyrir golfara.

  • Æfingar sem liðka hug og líkama, losa um spennu og auka blóðflæði.

  • Góð slökun í lok hvers tíma.

 

Skoðum hvernig jógaæfingar geta bætt árangur í golfi, bætt samhæfingu og stöðugleika, og minnkað áhættu á meiðslum. Við munum vinna með undirstöðuæfingar úr klassísku hatha jóga og bætum við völdum æfingum sem henta golfiðkun sérstaklega. Auk þess að æfa líkamann með árangursríkum hætti er markmiðið að þátttakendur öðlist betri tilfinningu fyrir beitingu líkamans í golfsveiflunni. 

 

Þegar við á tengjum við jógaæfingarnar við bæði golfstöðu og sveiflu. Það setur jógaiðkun í áhugavert samhengi fyrir golfara og þátttakendur læra æfingar sem henta þeim sérstaklega í framhaldinu.

 

Jógaæfingar eru góð leið til að bæta bæði liðleika og styrk í fótleggjum, mjöðmum, baki og öxlum og með auknum styrk og virkni vöðva kemur meiri stöðugleiki og jafnframt meiri hreyfigeta. Meðvitaðar hreyfingar og stöður gefa þér tækifæri á að greina ójafnvægi, t.d. milli hægri og vinstri hliðar, og bæta úr þar sem þörf er á með völdum æfingum.

 

Aðlögun æfinga að getu hvers þátttakanda þannig að æfingarnar nýtist sem best.

Öndunaræfingar færa iðkendum aukna ró og einbeitingu.

Markvissar slökunaræfingar í lok hvers tíma til að losa um spennu í líkamanum, minnka streitu og bæta árangur.

 

Ef allt fer vel mun námskeiðið ekki bara gagnast golfiðkun þátttakenda heldur líka í daglegu lífi.

 

Fjórar vikur frá 19. febrúar til 15. mars

Miðvikudaga 19:45-21:00

Sunnudaga  16:30- 17:45

 

Námskeiðið kostar 22.900 og innifelur aðgang í aðra jógatíma í Ljósheimum, Borgartúni 3, meðan námskeiðið stendur yfir. Allur búnaður til jógaiðkunar er til reiðu í Ljósheimum, t.d. dýnur, kubbar, og annað sem þarf til. (Í suma tímana biðjum við þáttakendur þó að mæta með golfkylfur).

 

Skráning og allar nánari upplýsingar veita

Kristinn Árnason k.arnason07@gmail.com,  s. 695-1917

Pálmi Símonarson palmisim@gmail.com,  s. 617-6666

 

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta sig í golfi og, fyrri reynsla af jógaiðkun er ekki nauðsynleg.


 

 

Kristinn Árnason er fyrrverandi landsliðsmaður í golfi og hefur samhliða golfiðkun stundað og lært jóga í yfir áratug. Hann lauk jógakennaranámi hjá Francois Raoult frá Open Sky Yoga í Rochester í NY, og hefur sótt fjölda annarra námskeiða erlendis, m.a. hjá Sharat Aurora í Himalyan Yoga Institute í Goa á Indlandi. Á námskeiðum sínum kennir Kristinn hatha jóga með blöndu af flæði, klassískum stöðum og slökun. www.facebook.com/paskaeyjan

Pálmi Símonarson  lauk jógakennaranámi hjá Francois Raoult í Ljósheimum og hefur sótt ýmis námskeið í jóga m.a. hjá Carrie Owerko og Judith Hanson Lasater.  Hann hefur einng kennt japönsku bardagalistina Aikido í 15 ár og er með 3ju gráðu svart belti.   Hann hefur kennt jóga í Ljósheimum undanfarin ár.

www.ljosheimar.is/palmijoga

bottom of page