top of page

Ingveldur Gyða Kristinsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað leiddi þig í jóga?

Ég hef verið andlega þenkjandi frá því að ég var lítil stúlka og frá þeim tíma haft áhuga á ýmsu sem tengist því eins og t.d. jóga. Árið 2001 fékk ég mín fyrstu jógakennararéttindi sem hatha jógakennari. Strax eftir það fór ég að kenna hatha jóga á ýmsum líkamsræktarstöðvum og í grunnskólum. Árið 2005 fékk ég svo kennararéttindi í rope-jóga. Svo var það árið 2010 sem ég byrjaði að læra kundlíni jóga en það nám kláraði ég árið 2012.


Hvað gefur jógaiðkun þér?

Kundalini jóga heillaði mig gjörsamlega og breytti mér á margan jákvæðan hátt. Í dag er ég svo að læra sat nam rasaysan hugleiðsluheilun sem er heilunarleiðin innan kundalini jóga.

 

Af hverju kennir þú jóga?

Ég fæ mjög mikið út úr því að kenna jóga og miðla fræðunum áfram til annara því ég veit af eigin reynslu að jóga gerir svo margt gott fyrir fólk. Að aðalstarfi vinn ég sem náms og starfsráðgjafi í Árbæjarskóla. Þekking mín á jóga og hugleiðslu gagnast mér mjög vel í því starfi.

 

Lífsmottó mitt kemur frá Yogi Bhajan: ,,Fyrst skapar þú vanann, síðan skapar vaninn þig. Aginn er þinn besti vinur" 

bottom of page