top of page

Höfuðbeina- og spjaldshryggsmeðferð
Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð fer fram með þeim hætti að í flestum tilvikum ligggur sá er þiggur meðferðina á bekk og er fullklæddur. Meðferðaraðilinn byrjar á að greina hreyfinguna í mænuvökvanum með því að þreifa eftir henni á nokkrum stöðum á líkamanum, finnur hann hvar spenna liggur sem hindrar hreyfinguna. Einnig leitar hann eftir staðbundinni spennu í bandvef.
Meðferðin felst í því að liðka til fyrir hreyfingu höfuðbeina- og spjaldbeins. Síðan eru þessi bein notuð til að toga léttilega í himnurnar sem festast við þau. Þannig næst að losa spennu í þessu himnukerfi.
Algengt er að meðferðin taki um klukkustund, en það er misjafnt eftir einstaklingum hve oft þarf að koma til að liðka vel um kerfið. Flestir finna fyrir verulega bættri líðan á fyrstu 1-3 skiptunum. Yfirleitt er notaður léttur þrýstingur eða tog sem hefur að markmiði að meta og meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið (heili og mæna).
Meðferðin vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins, minnkar neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum. Hún gagnast öllum aldurshópum.
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er lífeðlisfræðilegt kerfi, sem er tiltölulega nýlega uppgötvað og hefur verið að þróast alla síðustu öld út frá vinnu og uppgötvunum þriggja lækna: A.T. Still, William Sutherland og Dr. John E. Uppledger. Árið 1985 stofnaði Dr. John E. Uppledger síðan Upledgerstofnunina (The Upledger Institute).
Meginmarkmið hennar eru að rannsaka, þróa, kenna og kynna þessa meðferð fyrir almenningi og fagmönnum sem starfa við líkamsmeðhöndlun. Á þeim 30 árum sem Dr. Upledger hefur þróað þetta meðferðarform, hafa hann og félagar hans hjá stofnuninni innleitt margt úr kenningum austrænna lækninga, ásamt þekktum aðferðum út sálarfræðinni, til þess að efla það og styrkja sem sjálfstætt, viðurkennt meðferðarfag. Í þessu sambandi má nefna samtalstæknin sem er mjög áhrifaríkt meðferðarform.
Nánari upplýsingar má finna hér: www.cranio.is og www.upledger.is
bottom of page