
Hugleiðslunámskeið
Lærðu einfalda hugleiðslu til að finna innri frið.
Fjögurra vikna hugleiðslunámskeið þar sem þú lærir einfaldar en áhrifaríkar hugleiðslur sem nýtast í daglegu lífi.
Þú lærir að róa hugann og taugakerfið, efla innsæið og finna innri ró.
Í hverjum tíma er farið yfir tvær hugleiðslur sem nemendur síðan æfa sig í á milli tíma. Í nútímasamfélagi er streita víða allsráðandi. Hugleiðsla er frábær leið til að takast á við hana. Ef þú vilt sofa betur, vera í betra jafnvægi, hafa meiri orku og finna vellíðan er þetta hugleiðslunámskeið kjörið fyrir þig.
Setið er á stól allan tímann og tekur hver tími 1 klukkustund. Verð 16.000,-kr.
Sólbjört Guðmundsdóttir leiðir námskeiðið.
Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Skráning hjá Sólbjörtu: solbjort@ljosheimar.is.
Ekki er búið að tímasetja næsta námskeið.