Skapandi og skínandi kona
Nýtt námskeið fyrir konur, hefst 11. janúar 2015! *kennt í stað Innri kyrrð og gleði á stundatöflu.
Á námskeiðinu skapandi og skínandi kona beinum við athygli og orku á meðvitaðan hátt í það sem skipta hjartað og sálina miklu máli.
Hvað veitir þér lífsfyllingu?
Ertu að verja tíma þínum í það sem hjarta stendur næst og hvað vilt þú skapa á nýju ári?
Vilt þú láta ljós þitt skína í því sem þú gerir á þessu ári?
Við komum 5 sinnum saman og notum valin æfingasett úr kundalini jóga og hugleiðslur til að efla lífskraft og skína á nýju ári! Einnig fær hver kona 1 einkatíma í jógíska ráðgjöf og heilun til að koma auknu jafnvægi á orkukerfið og fær að auki góð jógísk ráð ef vilji er fyrir hendi.
Verð 22.000,- kr. (Hægt að skipta greiðslum). Komdu með fjölskyldumeðlim með þér og annar einstaklingur fær 3000 afslátt.
Kennt verður á sunnudögum kl. 19-21 dagana 11.janúar, 25. janúar, 1. febrúar, 8. febrúar og 22. febrúar 2015.
Arnbjörg Kristín kennir námskeiðið og er reyndur Kundalini jógakennari, heilari og höfundur hugleiðslubókarinnar Hin sanna náttúra. Hún hefur kennt víða á undanförnum árum tam. í Viðey og Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum Reykjavíkurborgar, nemum og kennurum í hönnunardeild Listaháskóla Íslands og fjölda barna á vegum styrktarfélagsins Jógahjartans.
Hún hefur einlæga ánægju af því að efla konur og finnst fátt dýrmætara í nútímasamfélagi!
Skráning stendur yfir á: arnbjorgkristin@ljosheimar.is
Umsagnir frá fyrra námskeiði:
“Ég fann leiðarljósið mitt í þessu námskeiði, það veitir mér gleði, styrk og von um góða framtíð.” “Ferðalagið á þessu námskeiði var svo ótrúlega magnað, svona eins og litróf regnbogans. Upplifunin fór inn í innsta kjarna sálarinnar, reyndi á líkamann og leysti upp erfiðar tilfinningar og togstreitu. Klárlega leiðin til að læra að tengjast hjartarótunum, upplifa og njóta. Að síðustu má ekki gleyma dásamlegum félagsskap og yndisverum sem deildu samverunni og upplifununni af heilum hug og hjartahlýju. Sat Naam”
Smelltu til að sjá viðburð á facebook!