top of page

Jógakennaranám mars - október 2018 með Francois Raoult

 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

 

Þegar þessi orð eru skrifuð eru 27 ljómandi sálir að fljúga í gegnum kennaranámið með Francois.  Námið er allt sem nokkur getur óskað sér; vandað, krefjandi, kærleiksríkt, metnaðarfullt.  Það er því mikil ánægja að geta tilkynnt að annað nám hefst 9. mars 2018 og erum við þegar farin að taka við skráningum.

 

Námið er haldið í samstarfi við Francois Raoult, stofnanda Open Sky Yoga í Rochester NY.  Francois hefur iðkað og kennt jóga í yfir 40 ár og hreint út sagt frábær kennari.  Hann kemur úr IYENGAR jóga hefðinni og var nemandi BKS IYENGAR í áratugi.  Franocis kennir af ástríðu og mikilli dýpt.  Þetta er fyrsta jógakennaranámið á Íslandi sem byggir á Iyengar jóga hefðinni en í henni er rík áhersla lögð á rétta líkamsstöðu og að allir geti gert stöðurnar miðað við eigin líkamsgetu. 

 

Námið hefst 9. mars 2018 og lýkur í október sama ár. Á ensku er námið kalla The Journey – Essential yoga teacher training.

Þetta er 200+ klukkustunda nám viðurkennt af Yoga Alliance. 

Open Sky í samstarfi við Ljósheima býður upp á tækifæri til að kafa djúpt í iðkun, lærdóm og jógakennslu. Kennarinn í náminu er Francois Raoult senior kennari. Þetta vandaða kennaranám er hugsað fyrir jógaiðkenndur sem vilja verða kennarar, fyrir núverandi kennara sem vilja fínstilla eigin iðkun og kennslu og þá sem vilja einfaldlega dýpka eigin iðkun.

Í náminu er lögð rík áhersla á að kenna manneskjunni en ekki kenna stöðuna. Fólk er eins misjafnt og það er margt og mikilvægt að geta kennt öllum. Francois er með áratuga reynslu í kennslu og er gjöfull kennari.

Þú munt læra:

Listina að kenna stöður (asanas), öndun (pranayama) og slökun (savasana)

Að horfa á og skilja líkama nemenda

Rétta líkamsstöða (principles of alignment) og notkun hjálpartækja (kubbar, belti osfr.)

Hvernig þú aðstoðar nemendur og útfærir stöður fyrir þá

Hvernig þú undirbýrð og byggir upp jógatíma

Siðareglur í kennslu jóga

Áhersla er á lifandi reynslu og uppbyggilega endurgjöf sem undirbýr þig að kenna af öryggi og með skýra sýn.

Á meðan námi stendur er mælt með reglulegri iðkun auk þess er önnur heimavinna á milli lota í formi lestrar og verkefna.

Þetta 200+ kennaranám er viðurkennt af Yoga Alliance.

Lestur og skrif:

Stór hluti af náminu, skapandi ferðalag þar sem þú tvinnar jóga og jógaheimspeki saman við daglegt líf þitt. Lestur, skrifleg verkefni, kennsla og önnur verkefni mánaðarlega. Vinna í hópum ýtir undir enn meira lifandi nám.

Dagsetningar:

Lota 1 - 9.,10. og 11. mars (3 dagar)
Lota 2 - 11., 12. og 13. maí (3 dagar)
Lota 3 - 6.,7., 8. júlí (3 dagar)

Lota 4 - 6.,7., 8., 9. september (4 dagar)
Lota 5 - 5.6.7 október (3 dagar)


Námið er 5 lotur, uþb. 150 klukkustundir með kennara. Heimalærdómur í formi iðkunar, lestrar og skriflegra verkefna uþb. 100 klukkustundir. Athugið að öll skilaverkefni fá skriflega endurgjöf frá Francois.  


Verð námsins er 2600 evrur (uþb. 330.000 krónur)
Ef umsókn þín í námið er samþykkt tryggja 500 evrur plássið þitt. 
Útistandandi greiðslu skal ganga frá fyrir 2. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar hjá Sólbjörtu: solbjort@ljosheimar.is, sími 862 4546 eða hjá Francois: yogawave@rochester.rr.com

Öll kennsla fer fram í jógasal Ljósheima, Borgartúni 3, 4. hæð.
Kennt er á ensku en kostur á þýðingu þegar eitthvað er óljóst.

Um kennarann:

Francois Raoult, M.A., R.Y.T er stofnandi og stjórnandi Open Sky Yoga í Rochester, NY og hefur kennt jóga frá 1975. Hann heldur námskeið, vinnustofur og hlédrög og kennir út um allan heim. Hann útskrifaðirst frá Ecole Nationale de Yoga í París og er einn fyrstu frönsku leiðbeinenda að læra í Pune á Indlandi undir handleiðslu meistarans BKS Iyengar. Francois hefur einnig numið hugleiðslu, ayurveda og lifandi anatómíu. Hann er með kennsluréttindi á gong og í hláturjóga og hefur gráðu í tónlistarheilun og mastersgráðu í tónlist hinna ýmsu menningarheima.

 

Umsóknareyðublað finnur þú hér.  Það sendir þú útfyllt á yogawave@rochester.rr.com og solbjort@ljosheimar.is.  Öllum umsóknum er að sjálfsögðu svarað. Jafnvel þó þú hafir ekki bæði meðmæli hvetjum við þig til að senda inn umsókn, við köllum eftir meiru ef þurfa þykir.

 

“It is good to have an end to journey toward; but it is the journey that matters, in the end.” – Ernest Hemingway

 

 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

bottom of page