top of page

Stuttir vöðvar og stirðir liðir? Jóga fyrir karlmenn!

 

 

Ertu stirður eftir hádegisboltann og stöðugar setur? Þá er jóga eitthvað fyrir þig!  Öfgalaust en kraftmikið jóganámskeið fyrir karla á öllum aldri til að bæta liðleika og auka styrk.

 

Engin vitleysa - bara árangur!

 

Eftir námskeiðið mun þátttakandi:

 

  • Þekkja helstu klassísku grunnstöður jóga og geta unnið sjálfur með þær á öruggan og áhrifaríkan hátt.

  • Þekkja til algengrar stífni í kringum stærstu liðamót líkamans og kunna stöður og æfingar til að vinna gegn þeirri stífni.

  • Hafa öðlast meiri styrk í baki, öxlum og kvið

  • Hafa aukinn liðleika.

  • Hafa betra jafnvægi.

 

Um kennarann:

Kennari námskeiðsins er Pálmi Símonarson. Hann er jógakennari í Ljósheimum og hefur numið jóga á grunni Iyengar hjá Francois Raoult í jógakennaranámi hans í Ljósheimum og með Michael Amy sjúkraþjálfara og jógakennara. Hann hefur einnig kennt Aikido í 15 ár.

Af hverju að stunda jóga?

 

Eykur vellíðan

Minnkar streitu

Eykur starfsgetu

Styrkir ónæmiskerfi

Færir þér kröftugra kynlíf

En ég get ekki setið með krosslagða fætur!

 

Það geta allir setið með krosslagða fætur, það þarf bara mismunandi undirbyggingu og stuðning!  Í jóga á grunni Iyengar er lögð áhersla á að mæta iðkanda á þeim stað þar sem viðkomandi er og aðlaga stöður og æfingar þannig að allir fái eins mikið út úr stöðunum og hægt er, við segjum stundum að við aðlögum stöðuna þannig að við náum að upplifa kjarna hennar þó að við náum ekki loka stöðunni (strax).  Í tímunum æfa allir sömu stöðurnar þó að getan sé mjög mismunandi.  Boðið er uppá aðlaganir þannig að staðan þjóni sem best á þeim stað þar sem hver iðkandi er staddur.

En ég kemst ekki í splitt!

 

Fæstir komast í splitt og fáir hafa líka raunverulegt gagn af því að komast í það!  En í jóga erum við heldur ekki neitt sérstaklega að reyna að komast í splitt.  Hins vegar ná margir verulegri heilsubót með því að opna og lengja vöðva í mjöðmum og framan og aftan á lærum sem er það sama og þarf til að komast í splitt.

Vöðvar aftan á lærum (hamstrings) ná yfir mjaðmir og hné og séu þeir stuttir getur það takmarkað hreyfigetu okkar verulega og jafnvel breytt afstöðu mjaðmagrindar og hryggjar þannig að það valdi bakverk.

Vöðvar framan á lærum (quadraceptis) og þeir vöðvar sem halda okkur sitjandi (psoas) stífna við langar setur. Stífur psoas er einnig þekkt ástæða fyrir bakverkjum.

 

bottom of page