
Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan
Kundalini jóga er ævaforn tegund jóga sem maður að nafni Yogi Bhajan færði til vesturs árið 1969. Hann var meistari í Kundalini og Hatha jóga en kaus að vinna með Kundalini jógað í vestri þar sem hann taldi það þjóna nútíma manneskjunni best. Kundalini jóga var varðveitt á Indlandi sem heilagt leyndarmál og aðeins eftir áralanga þjálfun hjá jógameistara fékk nemandinn tækifæri til að fá innsýn inn í kundalini jóga.
Yogi Bhajan taldi hins vegar að mennirnir væru að ganga inn í tíma þar sem ættu ekki að vera nein leyndarmál. Hann gerði því kundalini jóga aðgengilegt og opið fyrir hvern þann sem læra vildi. Kundalini jóga er stundum kallað jóga vitundar. Það er kraftmikið og skjótvirkt og kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemi þína, styrkir taugakerfið og gerir þér kleift að virkja orku huga og tilfinninga. Kundalini jóga styrkir einnig hjarta og æðakerfið og hefur góð áhrif á meltinguna.
Kundalini jóga vísindin tvinna saman andardrátt, handstöður, augnfókus, möntrur, líkamslása og líkamsstöður á mjög ákveðinn og meðvitaðan hátt en það kemur á jafnvægi milli líkama, huga og sálar. Kundalini jóga er fyrir venjulegt fólk sem þarf að takast á við verkefni dagsins, vinnu, fjölskyldu og áreiti nútímans.
Allir geta iðkað Kundalini og krefst þess ekki að fólk breyti neinu í sínu daglega lífi.
Verið velkomin í 2 prufutíma hvenær sem er, það er besta leiðin til að finna hvernig kundalini jóga getur þjónar þér.
Verðskrá:
Stakur tími: 2.000 kr
10 tíma klippikort: 16.000 (kort gildir í 3 mánuði frá kaupum.)
Mánaðarkort: 11.000 gildir í alla opna tíma,
Haustönn: 35.000
Vorönn: 39.000
Árskort: 85.000
Einkatími í sat nam rasayan heilun kr. 9.000
Reikningsnúmer: 303-26-3260
Kennitala: 430902-3260.
Setjið nafn þess er kemur á námskeið eða kaupir kort í skýringu auk þess að skrifa KJ2016.
