top of page

Accountant & Co

  • Facebook Basic Square
Ljósheimaskóli

 

Námskeið í Ljósheimaskóla verða kynnt sérstaklega.

 

Síðasta ár voru eftirtalin námskeið í boði:

 

HJARTAHEILUN – HIÐ SANNA SJÁLF OG ALLT ÞAÐ FALLEGA SEM BÝR INNRA MEÐ ÞÉR

 

Þú átt ómældan fjársjóð innra með þér í helgu rými hjartans.  Í þessari fjögurra vikna lotu tökum við fjársjóðinn upp, skoðum hann og rannsökum hvernig þú getur nýtt hann betur í daglegu lífi þínu.  Við losum um varnarlög sem flest okkar setja upp í gegnum lífið og leyfum okkur að standa sterk í orku kærleikans.  Þegar við lifum hjartamiðuðu lífi er mun auðveldara að dvelja í hlutleysi núsins.

 

 

ORKUSTÖÐVAR - SÓLARSTJARNA, JARÐARSTJARNA, KRISTSORKUNET OG ORKUNET MÓÐUR JARÐAR

 

Í þessari fjögurra vikna lotu vinnum við með orkustöðvar en leggjum sérstaka áherslu á sólarstjörnu- og jarðarstjörnuorkustöðvarnar sem eru fyrir ofan hvirfil og fyrir neðan iljar.  Einnig lærum við um og tengjum okkur við Kristsorkunetið og orkunet Móður jarðar.  Þeim mun meðvitaðri sem við erum um eigin orkustöðvar og þá jákvæðu orku sem í kringum okkur er þeim mun hamingjusamara líf eigum við.

 

FRÁ LEMÚRÍU, ATLANTIS OG EGYPTALANDI TIL VATNSBERAALDAR

 

Í þessari fjögurra vikna lotu er kennsla um hina horfna menningarheima Lemúríu, Atlantis og Egyptalands.  Farið er í hugleiðsluferðalög þar sem við tengjust þessum orkuþráðum sem eru svo mikilvægir í dag.  Hvað getum við lært af fortíðinni og hvernig tengist hún öld Vatnsbera og hinni gylltu öld sem framundan er?  Þegar við þekkjum fortíðina og sjáum bjarta möguleika framtíðarinnar verður allt bjartara.

 

HIÐ YTRA, INNRA OG HELGA SJÁLF OG SANNAR ALSNÆGTIR

 

Í þessari fjögurra vikna lotu vinnum við með að samþætta hið ytra, innra og helga sjálf og færa vakandi vitund í hið helga sjálf.  Þetta er ein leið til að finna betri takt í eigin lífi og til að fá alla þætti okkar til að vinna saman í stað þess að vera í togstreitu.  Við munum í þessari lotu einnig skoða hvað sannar alsnægtir eru í okkar lífi og hvernig við getum notað þær og notið þeirra í daglegu lífi.

 

 

Kennari í Ljósheimaskóla er Sólbjört Guðmundsdóttir.  Hún er forstöðumaður Ljósheima og hefur frá 1997 starfað við heilun, orkuráðgjöf og kennslu. Hún heldur utan um og kennir í Ljósheimaskólanum, kennir kundalini jóga í jógasal Ljósheima auk þess sem hún heldur styttri og lengri námskeið í fyrirtækjum og hjá öðrum jógastöðvum.

 

Nám sitt hefur Sólbjört sótt víða, til Bandaríkjanna, Bretlands, Indlands, Ítalíu, Skandinavíu og auðvitað á Íslandi. Hún er útskrifuð frá Etherikos School of Energy Healing and Spiritual Studies,  er reikimeistari og Oneness Blessing Trainer svo eitthvað sé nefnt.

 

Sólbjört er einnig kundalini jógakennari, meðgöngujógakennari (Khalsa Way) og jógískur ráðgjafi (kundalini therapy).

 

 

Hafið samband fyrir meiri upplýsingar s:862-4546 eða solbjort@ljosheimar.is.

 

 

bottom of page