top of page
  • Facebook Basic Square
Meðgöngujóga

 

Meðganga er sérstakur tími í lífi hverrar konu en þá er mikilvægt að næra líkama og anda og undirbúa sig fyrir að taka á móti nýjum einstaklingi í heiminn.

 

Sex vikna meðgöngujóganámskeið hefst þriðjudaginn 23. september í Jógasal Ljósheima, Borgartúni 3, 4. hæð.

Meðgöngujóga hentar konum á öllum stigum meðgöngu og er góður undirbúningur fyrir fæðingu.

Í hverjum tíma eru gerðar æfingar sem auka styrkleika og sveigjanleika líkama og huga. Verðandi móðir býr til meira rými í líkama sínum fyrir barnið en líka fyrir eigin hryggsúlu og líffæri. Lögð er áhersla á öndun sem veitir slökun og eflir einbeitingu. Um leið og verðandi móðir dýpkar eigin andardrátt eykur hún tengingu sína barnið og við innri styrk sinn.

Á síðari hluta námskeiðsins verður eitt kvöld tileinkað pörum (maka eða nánum aðstandanda) þar sem lögð er áhersla á samveru, öndunaræfingar og létt nudd sem kemur sér vel á meðgöngu og í fæðingarferlinu.

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af jóga til að vera með. Jógað mætir þér þar sem þú ert stödd og við bjóðum konur á öllum stigum meðgöngu velkomnar.

Kennt er á þriðjudögum kl. 18:30-19:45, fimmtudögum kl. 17-18:15 og laugardögum kl. 11:30-12:45.

Kennarar eru Unnur Einarsdóttir og Guðrún Helga Ívarsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning hjá í síma 699-4849 eða á ljosheimar@ljosheimar.is.

 

 

 

 

Hvað kostar námskeiðið?

 

Verð 16.000,-kr

 

Reikningsnúmer: 303-26-3260

Kennitala: 430902-3260.

 

Setjið nafn þess er kemur á námskeið eða kaupir kort í skýringu auk þess að skrifa KJ2014.

 

bottom of page