top of page

Námskeið og sérviðburðir á haustönn 2018
restorative
Slökun inn í haustið
Miðvikudaginn 17. október 20-22
Steitulosun og hvíld
Miðvikudaginn 21. nóvember 20-22
Restorative jóga á aðventu - inn í kyrrðina og friðinn
Miðvikudagur 12. desember 20-22
Verð kr. 6000
Tveggja tíma sértímar í Restorative jóga
gong
Gong næring
Athugið alltaf á miðvikudögum kl. 20:00-21:00!
12. september
31. október
14. nóvember
21. desember - sérstakur viðburður á Vetrarsólstöðum
Athugið að aðeins 22 komast að í hvert sinn og nauðsynlegt að skrá sig með símtali: Unnur 699-4849 eða tölvupósti solbjort@ljosheimar.is.
Þátttökugjald er kr. 3000 og greiðist á eftirfarandi reikning eða við inngang.
Reikningsnúmer 303-26-3260, kt. 430902-3260
Verið hjartanlega velkomin!
iyengar
Grunnnámskeið í Iyengar jóga
Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í helstu standandi stöður í Iyengar jóga, hvernig við nálgumst stöðurnar og hvernig við notum hjálpartæki til að skala stöðurnar þannig að við fáum sem mest út úr þeim.
Kjörið tækifæri fyrir byrjendur í jóga sem og þá sem eru ekki kunnugir Iyengar jóga. Þú munt ekki týnast í þvögunni því hver og einn fær góða athygli og kennslu um hvernig jógastöður eru gerðar á öruggan hátt með áherslu á rétta líkamsstöðu sem leyfir þér að fá sem mest út úr hverri jógastöðu. Skölun á æfingum sem henta þínum líkama og notkun hinna ýmsu hjálpartækja (td. kubbar, belti, teppi) gera öllum kleift að mæta á dýnuna með bros á vör og iðka af ánægju. Stirðustu líkamar geta iðkað Iyengar jóga af öryggi og með árangri. Námskeiðið er fyrir allar líkamsgerðir og eru allir velkomnir.
Hvenær: 4 vikur, frá 10. september - 1. október 2017, mánudaga 18:30-19:45.
Kostnaður: 14.000 og frír aðgangur að öðrum tímum í Jógasalnum meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur hvattir til að mæta í amk. 1 Iyengar tíma auk námskeiðstíma.
Kennari námskeiðsins er Pálmi Símonarson. Hann hefur kennt Aikido í 15 ár og numið jóga á grunni Iyengar hjá Francois Raoult í jógakennaranámi hans í Ljósheimum.
Skráning og nánari upplýsingar á ljosheimar@ljosheimar.is eða hjá Pálma í síma 897-4675.
Stuttir vöðvar, stirðir liðir? Jóga fyrir karlmenn
karlar
Ertu stirður eftir hádegisboltann og stöðugar setur? Þá er jóga eitthvað fyrir þig! Öfgalaust en kraftmikið jóganámskeið fyrir karla á öllum aldri til að bæta liðleika og auka styrk.
Engin vitleysa - bara árangur!
Af hverju að stunda jóga?
Eykur vellíðan
Minnkar streitu
Eykur starfsgetu
Styrkir ónæmiskerfi
Færir þér kröftugra kynlíf
Eftir námskeiðið mun þátttakandi:
Þekkja helstu klassísku grunnstöður jóga og geta unnið sjálfur með þær á öruggan og áhrifaríkan hátt.
Þekkja til algengrar stífni í kringum stærstu liðamót líkamans og kunna stöður og æfingar til að vinna gegn þeirri stífni.
Hafa öðlast meiri styrk í baki, öxlum og kvið
Hafa aukinn liðleika.
Hafa betra jafnvægi.
Nánar um námskeiðið:
4 vikur (4 skipti)
10. sept - 1. okt.
Miðvikudaga 18:30-19:45
Auk þess er frjálst að mæta í opna tíma í töflu á námskeiðstíma einn þeirra tíma er karlatími sem er á þriðjudögum kl. 18:30.
Verð kr. 14.000
Frekari upplýsingar og skráning: palmisim@gmail.com eða í síma 897 4675.
Um kennarann:
Kennari námskeiðsins er Pálmi Símonarson. Hann er jógakennari í Ljósheimum og hefur numið jóga á grunni Iyengar hjá Francois Raoult í jógakennaranámi hans í Ljósheimum. Hann hefur einnig kennt Aikido í 15 ár.
judith
Jóga alla daga með Judith Lasater
Það er einstakur fengur að fá þennan margrómaða jógakennara til landsins. Þetta er konan sem stofnaði Yoga Journal í stofunni heima hjá sér. Hún hefur kennt jóga síðan 1972.
Það sem við gerum á jógadýnunni endurspeglar líf okkar þegar við erum utan hennar.
Á þriggja daga vinnustofu verða:
Asanas (jógastöður)
Restorative jóga
Öndunaræfingar
Hugleiðsla
Hugleiðingar um textar úr jógasútrum Patanjalis
Allt til að styðja við daglega, viðráðanlega iðkun!
Fyrsti tími hvers dags er helgaður aktívum stöðum þar sem við hreyfum okkur, styrkjum og hitum með meðvitund og gleði.. Eftir stutt hlé snúum við aftur á dýnuna í þögulli iðkun hugleiðslu, öndunar og Restorative jóga.
Judith Hanson Lasater, ph.D og sjúkraþjálfari hefur kennt jóga síðan 1972 í hefð B.K.S Iyengar. Hún þjálfar nemendur og kennara í Bandaríkjunum sem og erlendis. Hún er einn stofnanda Yoga Journal tímaritsins og er fyrrverandi forseti Jógakennarafélags Kaliforníu. Hún hefur skrifað 9 bækur.
Það er sannur fengur fyrir íslenska jógasamfélagið að fá þennan kennara til landsins!
Námskeiðið er haldið í safnaðarsal Grensárskirkju 21. 22. 23. september 2018
Hver dagur hefst 10 og lýkur 17
Verð: 49.000
Lagt er inn á 303-26-3260, kt. 430902-3260
Allar nánari upplýsingar: solbjort@ljosheimar.is
Skráðu þig sem fyrst! Takmörkuð pláss!
bottom of page