top of page
  • Facebook Basic Square
Nudd

Nudd hefur í einu formi eða öðru, verið notað í gegnum aldirnar til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu. Nudd örvar alla starfsemi líkamans, losar um bólgur og vöðvaspennu og hjálpar okkur að losa út streitu. Nudd örvar blóðrásina og sogæðakerfið og hjálpar þannig til við súrefnisflutning til vöðva og losun úrgangsefna úr líkamanum.

 

Nudd hjálpar líkamanum að hjálpa sér sjálfum og að fara í nudd getur verið eitt skref í átt að betri heilsu og líðan á allan hátt. Til eru margar tegundir af nuddi og getur verið misjafnt hvað hentar hverjum einstaklingi hverju sinni. Engin nuddari er heldur eins og því er hvert einasta nudd, einstök upplifun.

 

Þeir nuddarar sem starfa í Ljósheimum hafa allir lært fleiri en eina tegund af nuddi og blanda þeim saman á mismunandi hátt fyrir hvern og einn nuddþega.

 

Hér gefur að líta nokkrar tegundir þeirra:

 

Klassískt nudd

Klassískt nudd, oft kallað sænskt vöðvanudd leitast við að mýkja vöðvana og ná fram slökun. Lögð er meiri áhersla á heildina en bara einstaka líkamsparta og þannig stuðlað að aukinni hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva. Þetta nudd er yfirleitt sá grunnur sem nuddarar byggja á. Íþróttanudd Í íþróttanuddi er lögð áhersla á að losa stíflur í vöðvafestum. Yfirleitt er um djúpt nudd að ræða og lögð áhersla á að hita vöðvana vel. Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir álagsmeiðsli með mýkingu vöðva, auðvelda losun úrgangs úr þeim og upptöku næringarefna. Heildrænt nudd Í heildrænu nuddi er gengið út frá því að hugur, líkami og sál séu ein heild. Nuddið er ekki bundið í ákveðið form heldur er þörfum nuddþegans mætt hverju sinni með tilliti til samspils orku og efnis. Unnið er út frá kjarnanum, uppsprettunni og þannig stuðlað að jafnvægi.

 

Svæðanudd

Svæðanudd er unnið á fótum nuddþega. Neðan á iljum og ofan á rist og upp yfir ökklabein eru svokölluð viðbragðssvæði alls líkamans. Þegar unnið er á þessum svæðum og stíflur brotnar upp hefur það áhrif á viss svæði og líffæri í líkamanum. Svæðanudd er oft notað með punktum á orkubrautum líkamans og gagnast vel með öðrum nuddtegundum.

 

Sogæðanudd

Sogæðanudd gengur markvisst út á það að koma sogæðavökvanum að næsta eitlakerfi. Sogæðavökvinn liggur rétt undir yfirborði húðarinnar og því er nuddað mjúkt og létt til að hreyfa við honum, öfugt við það þegar nuddað er á bólgum í vöðva. Sogæðanuddið er sérstaklega gott fyrir útlosun úrgangsefna, er róandi og oft gott að taka inn á milli dýpri vöðvanudda.

 

Triggerpunktanudd

Triggerpunktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum og geta sent frá sér leiðniverk eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Með því að þrýsta á punktinn er hægt að fá vöðvann til að slaka á smátt og smátt og finnur fólk oft þegar verkur og/eða leiðni minnkar jafnt og þétt þegar unnið er á slíkum punktum.

 

Slökunarnudd

Slökunarnudd er mjúkt klassískt nudd þar sem áherslan er lögð á samfelldar, hægar og mjúkar strokur til að ná ró fyrir líkama og sál.

 

 

bottom of page