
Restorative jóga
Í Restorative jóga er unnið með að opna líkamann og gefa eftir svo líkami, bandvefur og hugur geti komið inn í djúpa slökun. Restorative jóga er þannig ólíkt öðru jóga þar sem ekki er unnið með teygjur heldur opnun.
Það gerum við með því að styðja við líkamann og þá getu hann opnað og slakað. Við þiggjum í stað þess að gera.
Restorative jóga minnkar streitu, vindur ofan af líkamanum, slakar á huganum, eykur vellíðan og losar um áralangt álag sem getur setið í líkamanum. Ef líkaminn upplifir stöðugan sársauka hefur sýnt sig að slökun er mjög heilandi. En slökun slekkur á streituviðbrögðum líkamans og beinir orku hans í átt vaxtar, viðgerða, meltingar og annarra sjálfsheilandi aðgerða. Regluleg, meðvituð slökun kennir líkamanum og huga að hvíla sig í “öryggi” frekar en viðverandi neyð.
Grunnurinn í Restorative jóga er æfing í meðvitaðri kyrrð. Líf okkar er uppfullt af hreyfingu. Í móðurkviði byrjum við að hreyfa okkur á fyrstu vikunum. Daglegt líf er uppfullt af tækni sem hjálpar okkur við að gera meira, hraðar. Jafnvel þegar við sofum hreyfum við okkur í leit að betri stöðu. Mótsvar restorative jóga við allri þessari hreyfingu er sá einfaldi hlutur að leggjast niður og vera kyrr.
Við notum bólstra, teppi og kubba til að styðja við líkamann í ákveðnum stöðum sem framkalla algjöra slökun. Þannig aukum við heilsu og vellíðan og endurnærumst. Við slökkvum á þeim hluta taugakerfisins sem virkjast við mikið álag og streitu og kveikjum á þeim hluta taugakerfisins sem færir okkur slökun.
Stuðningurinn losar vöðva og bein undan hlutverki sínu að stiðja og gera og þá bæði sendir og móttekur taugakerfið færri skilaboð, og róast. Lög af spennu leysast upp um leið og þú lærir að vera á staðnum og í sátt við það sem gerist í líkama og huga frá augnabliki til augnabliks. Þannig má segja að Restorative jóga gera þig meðvitaðri. Þú lærir að greina hvar og hvernig þú heldur spennu í líkamanum og að losa um hana á meðvitaðan hátt. Þú gefur þér færi á að taka ákvarðanir úr skýru rými. Í gegnum restorative stöður kemstu í takt við náttúrulegan takt líkamans. Það að lifa í takt við þá er lykilinn að góðri heilsu.
Restorative jóga er raunverulega fyrir alla og er engin reynsla af öðru jóga nauðsynleg.
Jógasalur Ljósheima er eini staðurinn þar sem boðið er upp á Restorative jóga
Eftirtaldir tímar eru í boði:
Í opinni töflu á haustönn 2018
Þriðjudaga kl. 12-12:45 og fimmtudaga kl. 17:10-18:20
Stakur tími 2000.-
Sértímar:
Tveggja tíma sértímar:
Slökun inn í haustið
Miðvikduagur 17. október 20-22
Steitulosun og hvíld
Miðvikudagur 21. nóvember 20-22
Restorative jóga á aðventu - inn í kyrrðina og friðinn
Miðvikudagur 12. desember 20-22
Verð kr. 6000