Sat Nam Rasayan 1. og 2. stigs nám
Sat Nam Rasayan er kennt á tveimur stigum.
Næsta 1. stig hefst 23. mars 2019 (sjá allar dagsetningar og tíma hér að neðan)
Næsta lota í 2. stigs námi er 1. nóv og er öllum þeim sem lokið hafa 1. stigi velkomið að hefja nám á 2. stigi þá. (sjá dagsetningar og tíma hér að neðan)
Verð fyrir 1. stigs nám er 140.000 og er 4 lotur yfir uþb. eitt ár
Verð fyrir 2. stigs nám er 280.000 og er 8 lotur yfir uþb. tvö ár
Námið er öllum opið hvort sem þeir vilja læra heilun eða einfaldega dýpka eigin hugleiðsluiðkun.
Nýtt stig 1
23., 24., 25., og 26. mars 2019
25., 26., 27., og 28. maí 2019
2., 3., 4. og 5. nóv 2019
4. lota verður í janúar 2020
Stig 2 út 2019
1., 2., 3. nóvember og 6. nóvember 2018
31. jan., 1., 2. og 5. febrúar 2019
21., 22., 23. og 26. mars 2019
23., 24., 25., og 28. maí 2019
31. október, 1., 2. og 5. nóv 2019
Stig 1 situr:
Laugardag 19-22
Sunnudag 11-19
Mánudag 9-17
Stig 2 situr:
Fimmtudagskvöld 19-22
Föstudag 9-17
Laugardag 11-18
Bæði stig sitja:
Þriðjudag eftir helgina 19-22
Yogi Bhajan sagði: “þögn er mesti heilarinn.”
Sat nam rasayan er hugleiðsluheilun innan kundalini jóga þar sem þú lærir að komast í vitundarástand djúprar innri þagnar. Það gerir þér fært að heila sjálfa/n þig sem og aðra. Í sat nam rasayan notar þú eigin andlega iðkun til að læra að þjóna og lyfta öðrum upp. Um leið og þú þjálfar eigin hugleiðsluhuga getur þú lært að nota nákvæm verkfæri sem eru innra með þér til að heila sjálfa/n þig og aðra líkamlega, andlega og orkulega. Grunnur sat nam rasayan er upplifun að þögninni innra. Með iðkunn kundalini jóga kriya og hugleiðsla í bland við djúpa meðvitund sjálfsins lærir þú einfalda leið til að hugleiða í þögninni. Að læra sat nam rasayan hefur mikil áhrif inn í alla hluta lífs þíns, og mun auðga sambönd þín með samhygð og meðvitund.
Fyrir kundalini jógakennara þjónar sat nam rasayan þér á marga vegu:
• Sem verkfæri til að dýpka eigin hugleiðsluskynjun.
• Til að heila og þjóna nemendum í einkatímum
• Til að skilja hvernig kundalini jóga vinnur á djúpan hátt svo þú getir betur valið hvaða kriyur þú átt að kenna ákveðnum hópi til að lyfta honum upp í núinu.
• Til að þróa með þér djúpa hugleiðsluvitund sem gerir þér kleift að umbreyta lífi fólks sem til þín leitar.
Um kennarann:
Sven Butz hefur iðkað Sat Nam Rasayan í yfir 20 ár og kennir bæði stig 1 og 2 af því. Auk þess heldur hann námskeið og hlédrög út um allan heim.
Hans helsta markmið í kennslu er að miðla upplifun af Sat Nam Rasayan á heiðarlegan, djúpan og praktískan hátt og gera fólki kleift að upplifa shuniya ástand (algjöra kyrrð.)
Meira um Sat Nam Rasayan hér að neðan:
Lærðu heilbrigð samskipti, að mæta fólki án fordóma og dvelja í núinu með sjálfum þér og umhverfi þínu. Það getur þú gert með Sat Nam Rasayan, aldagamalli hugleiðslutækni og heilunarlist kundalini jóga. Þessi list er samkvæmt venju kennd til að heila aðra. Hún hjálpar við að losa um takmarkanir líkama, huga og tilfinninga. Sjálfsheilandi kraftur líkamans virkjast og við getum mætt lífinu af meira jafnvægi og með skýrari huga.
Sat Nam Rasayan er laust við bókstafstrú eða trúarbrögð. Það gagnast ekki einvörðungu þeim sem iðka jóga eða eru meðferðaraðilar heldur líka öllum þeim sem áhuga hafa á að skerpa skynfærin, læra að hugleiða og iðka þetta heilandi hugleiðsluform.
Hugleiðsla færir þér tvennt: Visku og frelsi.
Þessi tvö blóm vaxa upp af hugleiðslu. Þegar þú dvelur í þögn, algjörri þögn, handan hugans, blómstra þessi blóm. Viskublómið kennir þér hvað er og hvað er ekki. Frelsisblómið sýnir þér að þér eru engin takmörk sett, hvorki í tíma né rúmi. Þú öðlast frelsi!
Sat Nam Rasayan og áhrif þess
Hver manneskja býr yfir ákveðnum lífskrafti en hann er nauðsynlegur ef þú ætlar að eiga hamingjusamt líf. Lífskrafturinn myndast þegar líkami, hugur og sál vinna saman. Þennan kraft finnum við þegar við upplifum að við séum sannarlega lifandi, þegar við treystum okkar eigin getu til að vera meistarar lífs okkar og náum settu takmarki, þegar við erum tengd eigin vitund. Flest okkar hafa upplifað að missa lífsgæðin sem liggja í þessari vitund. Nútíminn er uppfullur af ringulreið og streitu sem veldur því að það getur verið erfitt að vera í jafnvægi.
Sat Nam Rasayan kennir þér
• að heila aðra með kraftmiklum verkfærum
• að færa kyrrð og andrými inn í eigið líf
• að sleppa slæmum hegðunarmynstrum
• að upplifa hvert andartak með skýrum huga og í núvitund
• að tengjast á auðveldan hátt æðri hugleiðslulist
• að höndla eigin tilfinningar og hugsanir án þess að festast í þeim
• að þróa þögulan huga
• að þróa eigið innsæi
Hefðin
Í þúsundir ára hefur Sat Nam Rasayan tilheyrt launhelgi jógafræðanna. Sat Nam Rasayan var kennt í þögn af meistara til nemenda og aðeins örfáir nutu þeirra forréttinda. Þjálfunin tók fjölda ára, þar til nemandinn lærði að þekkja hlutlaust rými þagnarinnar og halda vitundinni þar. Heilarar þessarar hefðar voru mikils virtir. Guru Dev Singh er lifandi meistari hefðarinnar. Yogi Bhajan, meistari kundalini jóga þjálfaði Guru Dev Singh á ofangreindan hátt.
Guru Dev Singh hóf að kenna Sat Nam Rasayan opinberlega í Evrópu árið 1989 samkvæmt óskum kennara síns en Yogi Bhajan var sannfærður um að á tímum mikilla umbreytinga væri þörf á sterkum hópi heilara og hann vildi að þessi viska jógísku hefðarinnar væri aðgengileg öllum.
Heilun í núvitund
Sat Nam Rasayan, heilun í núvitund, kennir meðferðaraðilanum að upplifa samband við þann sem þiggur í djúpri núvitund. Í þessu ástandi uppgötvar meðferðaraðilinn hluta af eigin vitund sem gerir honum eða henni kleift að setja alla athygli á þann sem þiggur, og heila.
Sem meðferðaraðilar upplifum við aftur og aftur að þegar við komumst í snertingu við orku þess er þiggur hefur það áhrif á okkur. Í Sat Nam Rasayan notum við þetta sem upplýsingar. Við einbeitum okkur ekki að því að vita heldur að því að þróa tengingu í núvitund við hina manneskjuna.
Þú lærir
• að vera til staðar með öllum skilningarvitum
• að nota eigin skynjanir sem uppsprettu heilunar
• að komast í hugleiðsluástand á auðveldan hátt
• að nota núvitund til að leysa upp stíflur hjá öðrum
• að ferðast frá þekkingu yfir í tæra upplifun
Sat Nam Rasayan nám tekur 3 ár og skiptist upp í stig 1 (1 ár) og stig 2 (2 ár). Báðum stigum er hægt að ljúka með prófi og skírteini.
Á stigi 1 lærir þú að vera stöðug í Sat Nam Rasayan rýminu og leysa upp einfalda spennu í annarri manneskju. Á stigi 2 er haldið áfram og þátttakendur fá mörg tækifæri til að þroskast sem manneskjur, heilarar og sálir. Þátttakendur fá þar enn fleiri verkfæri til að nota í Sat Nam Rasayan heilunum.
Engar forkröfur eru gerðar til þátttöku í náminu. Fegurð Sat Nam Rasayan liggur í því að það er opið öllum.
Heilun frá sjónarhorni Sat Nam Rasayan
Í Sat Nam Rasayan er veikindum lýst sem “tilhneigingu líkamans til að bregðast við.” Viðbragðið getur verið sársauki, andlegt vandamál eða alvarleg veikindi. Í þjálfun sinni lærir Sat Nam Rasayan heilarinn að þróa hæfileika til að finna og leysa upp stíflur svo sjálfheilandi kraftur líkamans geti aftur unnið sem skyldi.
Fyrir jógakennara
Sem jógakennari hefur þú djúpa löngun til að styðja vöxt nemenda þinna sem best. En hvernig velur þú rétta kriyu á réttum tíma? Hvernig getur þú stutt við nemandann með nærveru þinni einni saman? Í Sat Nam Rasayan er hópurinn líkt og ein manneskja. Þú lærir þannig að hreyfa eigin vitund til að finna og leysa úr fyristöðum hjá hópnum og notar til þess ákveðnar jógaæfingar. Sömu reglur gilda og í heiluninni.
Shuniya – þögn
Í öllum hugleiðslu- og jógískum hefðum er innri þögn hið æðsta takmark. Í daglegu lífi virðist erfitt að ná á þann stað og aðeins fyrir æðri jóga. Sat Nam Rasayan kennir þér einfalda leið að innri þögn. Það hjálpar þér að dvelja í þögninni innan um verkefni og streituvalda daglegs lífs.
Til umhugsunar
Stjórnar þú tilfinningum þínum eða stjórna þær þér?
Sársaukafullar tilfinningar fylla oft stóran hluta lífsins, svo mikinn að það er stundum ekki pláss fyrir aðrar upplifanir. Ef þú lærir ekki að umbreyta tilfinningum þínum endar þú í öngstræti sorgar, sársauka, ótta og reiði.
En hvernig getur þú komið þér þaðan?
Frá sjónarhorni jóga, er upplifun shuniya, innri þagnar, grunnurinn að því. Sú upplifun leyfir iðkandanum að sjá öldur tilfinninga og hugsanna skýrt, að þekkja augnablikið þar sem þú kippist inn í dramað. Ef þú sérð það augnablik áttu val um að láta tilfinningarnar líða hjá án þess að festast í þeim.
Vertu velkomin/n í dásamlegt ferðalag heilunar og núvitundar!