top of page

 

Kamilla Ingibergsdóttir býður upp á tveggja tíma KakóRó og fjögurra tíma kakóhugleiðslu í Ljósheimum með mismunandi hugleiðsluaðferðum, öndunaræfingum, tónlist, tónheilun og slökun. Hún notar 100% hreint kakó frá Guatemala til að dýpka hugleiðslu, ró og tengingu inn á við. 

 

Kakóið frá Guatemala er sannkölluð súperfæða. Það inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu í heiminum. Kakó er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur PEA, efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical" hefur aðeins fundist í einni plöntu - Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur, tryptophan og serótónin svo eitthvað sé nefnt. Kakóið hefur hreinsandi áhrif, bæði líkamlega og andlega. Í því eru yfir 1000 efni, þarf af um 300 virk, og þessi upptalning því aðeins lítill hluti af því sem kakó hefur upp á að bjóða. 

 

Kamilla er yogakennari (RYT200) með áherslu á Hatha og Vinyasa, Reiki I og II heilari og hefur stundað yoga og hugleiðslu í yfir 10 ár. Hún kynntist kakóinu árið 2016 og hefur síðan farið fjórum til Guatemala að kynna sér krafta þess betur. Hún hefur notað kakó til að dýpka hugleiðslu og yogaiðkun og það hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni og breytingar í lífinu og bætt lífsgæði hennar og fólksins í kringum hana.

 

Verið hjartanlega velkomin að kynna ykkur töfra kakósins! Hér má finna upplýsingar um næstu kakóviðburði: https://tix.is/is/search/?k=cacao

bottom of page