top of page


Unnur Einarsdóttir
Heilsunudd, nálarstungur, heilun og kundalini- og meðgöngujógakennsla.
s: 699 4849 unnurein hja gmail.com
Unnur útskrifaðist sem heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands 1996 og hefur unnið við það síðan þá. Sama ár lauk hún I. stigi í pólun sem vinnur að því að jafna orkuflæði líkamans. Árið 1998 lauk hún nálastungunámi á Íslandi en hún hefur sérhæft sig í að vinna með orkubrautir líkamans samkvæmt kínverskum nálastungufræðum.
Árið 2008 lauk Unnur tveggja ára heilunarnámi hjá Karinu Becker (Barbara Brennan heilunartækni). Árið 2011 lauk hún kennaranámi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og kennir það í Ljósheimum.
Í gegnum árin hefur Unnur unnið mikið með barnshafandi konum.
bottom of page